Fimm athugasemdir FME vegna útlána Arion

Fjármálaeftirlitið framkvæmdi vettvangsathugun hjá Arion banka hf. í febrúar og mars 2019 og lá niðurstaða fyrir fyrr í mánuðinum. FME gerði ekki athugasemd við bókfært virði en gerði þó fimm athugasemdir.

Þetta kemur fram í niðurstöðu á virðismatsaðferðum á útlánum Arion banka til fimm viðskiptamanna og aðila tengdum þeim.

Markmið athugunar Fjármálaeftirlitsins var að leggja mat á virðismatsaðferðir bankans vegna útlána til viðskiptamanna og staðfesta bókfært virði skuldbindinganna.

Að teknu tilliti til þeirra gagna og upplýsinga sem Fjármálaeftirlitið aflaði við athugunina gerði stofnunin ekki athugasemd við bókfært virði útlána í úrtaki.

Á hinn bóginn gerði Fjármálaeftirlitið fimm athugasemdir við framkvæmd virðismats útlána í úrtaki og fór fram á viðeigandi úrbætur.

Athugasemdirnar eru eftirfarandi:

Tryggingaskráningarkerfi bankans endurspeglaði í nokkrum tilvikum ekki stöðu viðskiptamanna með fullnægjandi hætti.

Virðismatsferli bankans var ekki fylgt nákvæmlega í tilviki eins viðskiptamanns.

Óvissa var um virði trygginga vegna útlána til eins viðskiptamanns og aðila honum tengdum vegna þess að bankinn hafði ekki tekið tillit til virðishækkana tiltekinna trygginga.

Skilyrðum fyrir lánveitingum til tveggja viðskiptamanna hafði ekki verið fullnægt að öllu leyti.

Misbrestur var á flokkun lánveitinga til eins viðskiptamanns í lánasafnsskýrslu Fjármálaeftirlitsins (LPA-skýrslu).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK