Enn lækka vextir Seðlabankans

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að lækka vexti bank­ans um 0,25 pró­sent­ur. Meg­in­vext­ir bank­ans, vext­ir á sjö daga bundn­um inn­lán­um, verða því 3%. Ef litið er á vaxtakúrfu meg­in­vaxta Seðlabank­ans sést að meg­in­vext­ir (stýri­vext­ir) hafa lægst farið í 3,625 pró­sent­ snemma árs 2011. Í árs­byrj­un 2009 voru þeir aft­ur á móti 18%. 

Þetta geng­ur þvert á spá hag­deild­ar Lands­bank­ans sem hafði gert ráð fyr­ir óbreytt­um vöxt­um. Aft­ur á móti hafði grein­ing Íslands­banka spáð vaxta­lækk­un­inni. 

Sam­kvæmt nýrri þjóðhags­spá Seðlabank­ans sem birt er í nóv­em­ber­hefti Pen­inga­mála hafa horf­ur um hag­vöxt á seinni hluta árs­ins versnað frá því sem spáð var í ág­úst. Hag­vöxt­ur á fyrri hluta árs­ins var hins veg­ar meiri en spáð var og er því gert ráð fyr­ir 0,2% sam­drætti á ár­inu öllu eins og í ág­úst. Horf­ur fyr­ir næsta ár hafa einnig versnað og er nú spáð 1,6% hag­vexti.

Verðbólga hef­ur verið um eða yfir 3% frá því í vor en í októ­ber mæld­ist hún 2,8%. Und­ir­liggj­andi verðbólga hef­ur hins veg­ar verið þrálát­ari. Horf­ur eru á að verðbólga hjaðni hraðar en spáð var í ág­úst og að hún verði kom­in í mark­mið und­ir lok þessa árs. Verðbólgu­vænt­ing­ar hafa haldið áfram að lækka og eru við mark­mið miðað við flesta mæli­kv­arða. Taum­hald pen­inga­stefn­unn­ar hef­ur því auk­ist lít­il­lega milli funda, að því er seg­ir í yf­ir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefnd­ar. 

„Vext­ir bank­ans hafa verið lækkaðir um 1,5 pró­sent­ur frá því í vor og eiga áhrif þess enn eft­ir að koma fram að fullu. Lækk­un vaxta hef­ur stutt við eft­ir­spurn og miðað við spá bank­ans ætti nú­ver­andi vaxta­stig að duga til að tryggja verðstöðug­leika til meðallangs tíma og fulla nýt­ingu fram­leiðsluþátta. Þá mun boðuð slök­un í aðhaldi rík­is­fjár­mála leggj­ast á sömu sveif. Efna­hags­horf­ur gætu hins veg­ar verið of bjart­sýn­ar, einkum vegna óvissu í alþjóðleg­um efna­hags­mál­um.

Pen­inga­stefn­an mun á næst­unni ráðast af sam­spili þró­un­ar efna­hags­um­svifa ann­ars veg­ar og verðbólgu og verðbólgu­vænt­inga hins veg­ar,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefnd­ar. 

Vext­ir verða því sem hér seg­ir:

  1. Dag­lán 4,75%
  2. 2. Lán gegn veði til 7 daga 3,75%
  3. 3. Inn­lán bund­in í 7 daga 3,00%
  4. 4. Viðskipta­reikn­ing­ar 2,75%
  5. 5. Bindiskyld­ar inn­stæður, meðaltals­upp­fyllt 2,75%
  6. 6. Bindiskyld­ar inn­stæður, föst bindiskylda 0,00%

Í ramma­grein sem birt er í Pen­inga­mál­um sem komu út í dag kem­ur fram að lang­tím­ar­aun­vext­ir á Íslandi hafa lækkað um ríf­lega 4 pró­sent­ur und­an­far­inn ald­ar­fjórðung og hafa lík­lega aldrei verið lægri. Áþekka lækk­un má sjá alþjóðlega.

„Lýðfræðileg­ar breyt­ing­ar og minnk­andi fram­leiðni­vöxt­ur hafa verið nefnd sem helstu ástæður þess­ar­ar þró­un­ar. Sam­an hafa þess­ir þætt­ir aukið sparnað í heim­in­um og dregið úr eft­ir­spurn eft­ir fjár­magni sem veld­ur því að lang­tíma­jafn­væg­is­raun­vext­ir hafa lækkað. Þess­ar breyt­ing­ar hafa einnig leitt til lækk­un­ar á þeim seðlabanka­vöxt­um sem að öðru óbreyttu þarf til að halda verðbólgu í mark­miði og tryggja fulla nýt­ingu fram­leiðsluþátta, eða það sem kallaðir eru „hlut­laus­ir“ vext­ir.

Talið er að fyr­ir fjár­málakrepp­una hafi hlut­laus­ir raun­vext­ir verið 4,5% hér á landi en séu nú komn­ir niður í 2%. Vext­ir hafa lækkað um all­an heim og eru í sögu­legu lág­marki. Seðlabanki Íslands lækkaði meg­in­vexti sína í 3,25% í októ­ber sl. og hef­ur þá lækkað þá um 1,25 pró­sent­ur á fimm mánuðum. Vext­ir bank­ans hafa ekki verið lægri frá því að pen­inga­stefna grund­völluð á verðbólgu­mark­miði var tek­in upp í mars 2001,“ seg­ir í ramma­grein­inni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK