Boða lágt verð á leið yfir hafið

Forsvarsmenn Play kynntufélagið til sögunnar nú í vikunni.
Forsvarsmenn Play kynntufélagið til sögunnar nú í vikunni. mbl.is/​Hari

Flugfélagið Play, sem nú er í burðarliðnum, stefnir að því að meðalfargjald þess á leið yfir hafið verði 125 dollarar, eða ríflega 15.600 krónur. Þá gera áætlanir ráð fyrir að aukatekjur á hvert sæti verði að jafnaði 57 dollarar, jafnvirði ríflega 7.100 króna.

Ekki er sérstaklega tilgreint með hvaða hætti aukateknanna verði aflað en þó er bent á að það geti verið fyrir töskugjald og val á sæti um borð. Þá gera áætlanirnar að öllum líkindum ráð fyrir að tekjur af veitingasölu og varningi um borð í vélunum sé hluti af dollurunum 57.

Þetta kemur fram í kynningu sem fjárfestar hafa fengið afhenta í tengslum við yfirstandandi hlutafjársöfnun Play.

Þessar tölur sýna að gert er ráð fyrir að farþegar félagsins muni að meðaltali greiða 22.700 krónur fyrir hvern floginn legg. Það jafngildir því að ferð til og frá Íslandi muni kosta 45.400 krónur, að því er fram kemur í umfjöllun um væntanleg fargjöld Play í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK