Nasdaq verðbréfamiðstöð ætlar aftur að birta hluthafalista

Kauphöllin.
Kauphöllin. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Nasdaq verðbréfamiðstöð mun bráðlega aftur birta lista yfir 20 stærstu hluthafa skráðra félaga eftir að hafa fengið jákvæða umsögn frá Persónuvernd. Áður hafði Nasdaq verðbréfamiðstöð hætt að birta listana þar sem talið var að ný persónuverndarlöggjöf gerði birtinguna ólöglega.

Kauphöllin greindi frá þessari breytingu á Twitter og segir þar að verið sé að útfæra málið.

„Góðar fréttir! Nasdaq verðbréfamiðstöð mun hefja birtingu/dreifingu á listum yfir 20 stærstu hluthafa skráðra félaga á ný, eftir jákvæða umsögn Persónuverndar. Verið er að útfæra málið. Stay tuned...“ sagði í tístinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK