Ójöfnuður minni en áður var talið

Stúlka stillir sér upp við fræga styttu á Wall Street. …
Stúlka stillir sér upp við fræga styttu á Wall Street. Á þeim slóðum áttu sér stað fræg mótmæli gegn misskiptingu, og beindust gegn auðugasta 1% samfélagsins. Mótmælin kunna að hafa byggt á rangtúlkun gagna. AFP

Nýj­ar rann­sókn­ir benda til að eldri mæl­ing­ar á ójöfnuði hafi gefið skakka mynd af skipt­ingu auðs í sam­fé­lög­um og að ójöfnuður hafi auk­ist lítið sem ekk­ert. Reyn­ist þetta rétt gæti það kippt stoðunum und­an mörg­um af þeim staðhæf­ing­um sem ein­kennt hafa póli­tíska umræðu á vest­ur­lönd­um und­an­far­in ár, og myndi þýða að stjórn­völd þurfi mögu­lega að beita allt öðrum leiðum vilji þau freista þess að draga úr ójöfnuði.

The Econom­ist fjall­ar um þetta í ít­ar­legri grein sem birt var á fimmtu­dag og grein­ir frá rann­sókn­um fræðimanna sem sýna að hlut­falls­leg­ur skerf­ur rík­asta 1% íbúa Banda­ríkj­anna hafi sama sem staðið í stað frá 1960. Segja fræðimenn­irn­ir að fyrri rann­sókn­ir, sem notuðu skatt­skýrsl­ur til að reikna út ójöfnuð, hafi ekki notað gögn­in með rétt­um hætti. Þá sé auðsöfn­un millistétt­ar­inn­ar van­met­in s.s. vegna þess að hluta­bréfa­eign þeirra er að stór­um hluta bund­in í milliliðum eins og líf­eyr­is­sjóðum.

Önnur villa sem litaði eldri út­reikn­inga var að taka ekki mið af breyttu fjöl­skyldu­mynstri. Hjú­skapartíðni hef­ur farið lækk­andi meðal tekju­lægri hópa, sem þýðir að meðal­tekj­ur heim­ila í neðri tekjuþrep­um virðast lægri en þau ann­ars væru, á meðan tekjuþró­un­in er allt önn­ur ef litið er á tekj­ur ein­stak­linga frek­ar en tekj­ur heim­ila. Snýr þetta m.a. á haus niður­stöðum hag­fræðinga eins og Thom­as Piketty sem hafa full­yrt að mis­skipt­ing auðs hafi auk­ist mikið á und­an­förn­um ára­tug­um.

Eins hafa hag­fræðing­ar bent á að leiðrétta þurfi fyr­ir þá staðreynd að marg­ir sjálf­stæðir at­vinnu­rek­end­ur greiða sér tekj­ur úr eig­in fyr­ir­tækj­um svo þær gætu á blaði virst vera arður af fjár­magni en eru í raun launa­greiðslur. Vís­ar The Econom­ist í rann­sókn sem birt var í fe­brú­ar og skoðaði tekj­ur n.k. gegn­um­streym­is­fé­laga (e. pass-through bus­inesses) í Banda­ríkj­un­um sem oft eru notuð af sjálf­stætt starf­andi lækn­um, lög­fræðing­um, ráðgjöf­um og öðrum há­tekju­stétt­um. Kom í ljós að hagnaður þess­ara fé­laga dróst sam­an um þrjá fjórðu þegar eig­end­ur þeirra féllu frá eða sett­ust í helg­an stein, sem bend­ir til að tekj­ur þeirra hafi hafi byggt á vinnu­fram­lagi frek­ar en rentu af fjár­magni. Þýðir þetta að ekki er hægt að full­yrða með jafn af­ger­andi hætti um mis­skipt­ingu fjár­magn­stekna og launa­tekna á ólík­um tekjuþrep­um.

Loks bend­ir The Econom­ist á þann vel þekkta galla við út­reikn­inga á mis­skipt­ingu að þeir taki ekki til­lit til þess að tekj­ur fólks og eign­ir breyt­ast með aldri, og ójöfnuðarmæl­ing­ar taki sniðmynd af sam­fé­lag­inu á ákveðnu augna­bliki frek­ar en að skoða hag ein­stak­linga til lengri tíma. Þannig kom í ljós í banda­rískri rann­sókn að fólk með miðgildi tekna í neðsta tekju­fjórðungi árið 1987 var að jafnaði komið með 100% hærri tekj­ur að tveim­ur ára­tug­um liðnum, á meðan tekj­ur miðgild­is­fólks í efsta tekju­fjórðungi lækkuðu um 5% á sama tíma­bili. Þá veld­ur klif fólks upp at­vinnu­markaðinn, og auðsöfn­un yfir starfsæv­ina, auk ein­skiptistekna af ýms­um toga, því að um 11% Banda­ríkja­manna geta vænst þess að til­heyra tekju­hæsta pró­senti lands­manna í a.m.k. eitt ár á milli 25 ára ald­urs og sex­tugs. ai@mbl.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK