Vill að Alþjóðabankinn hætti lánveitingum til Kína

Trump þykir Kína hafa svo sterkan efnahag að landið þurfi …
Trump þykir Kína hafa svo sterkan efnahag að landið þurfi ekki lengur á hjálp Alþjóðabankans að halda. AFP

„Af hverju er Alþjóðabankinn að lána Kína peninga? Fær þetta staðist? Kína á meira en nóg af peningum, og ef þá vantar meira geta þeir prentað þá. STOPP!“ Þannig hljóðaði tíst Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á föstudagskvöld.

Tilefnið var lánasamningur sem Alþjóðabankinn og Kína gerðu sín á milli á fimmtudag um lágvaxtalán að upphæð 1 til 1,5 milljarðar dala árlega, fram til miðs árs 2025. Samningurinn kveður á um að dragi smám saman úr lánveitingum Alþjóðabankans til Kína en undanfarin fimm ár hafa stjórnvöld í Peking að jafnaði tekið að láni 1,8 milljarða dala árlega.

Í frétt Reuters um málið er vitnað í tilkynningu frá Alþjóðabankanum þar sem segir að lánveitingar til Kína hafi farið minnkandi og muni halda áfram á sömu braut, í samræmi við samkomulag bankans við alla hluthafa sína – Bandaríkin þar á meðal. Segir í tilkynningunni að eftir því sem þjóðir verða ríkari hætti þær að eiga möguleika á lánum hjá bankanum.

Alþjóðabankinn lánaði Kína 1,3 milljarða dala á reikningsárinu 2019, sem lauk 30. júní. Til samanburðar tók Kína að láni 2,4 milljarða dala á reikningsárinu 2017. Ríkisstjórn Trumps hefur gagnrýnt lánveitingarnar harðlega og segir fjárhag Kína allt of sterkan til að hann réttlæti fjárhagslega aðstoð af þessu tagi.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK