Ójöfnuður lágur í evrópskum samanburði

mbl.is/​Hari

Ójöfnuður hef­ur sveifl­ast nokkuð milli ára sam­kvæmt niður­stöðum lífs­kjara­rann­sókn­ar Hag­stof­unn­ar.

Gini-stuðull­inn (e. Gini-index) mæl­ir í einni tölu milli 0 og 100 hvernig sam­an­lagðar ráðstöf­un­ar­tekj­ur á neyslu­ein­ingu allra ein­stak­linga í land­inu dreifast. Hann væri 100 ef sami ein­stak­ling­ur hefði all­ar tekj­urn­ar en 0 ef all­ir hefðu jafn­ar tekj­ur.

Hag­stofa Íslands

Gini-stuðull­inn var 23,4 árið 2018 og hafði lækkað um 1,9 stig frá ár­inu 2017 þegar hann var 25,3. Hins veg­ar hækkaði Gini-stuðull­inn árið 2017 frá ár­inu 2016 þegar hann var 24,1. Fimmt­ungastuðull­inn, sem mæl­ir tekjumun á milli efsta og neðsta tekjufimmt­ungs, sýn­ir sömu til­hneig­ingu en hann fór úr 3,3 árið 2016 í 3,6 árið 2017 og svo niður í 3,2 árið 2018. Þetta gef­ur til kynna að ójöfnuður hafi auk­ist milli ár­anna 2016 og 2017 en minnkað aft­ur milli 2017 og 2018.

Þótt ójöfnuður hald­ist áfram lág­ur í evr­ópsk­um sam­an­b­urði hafa þess­ar sveifl­ur áhrif á stöðu Íslands miðað við önn­ur lönd, þar eð Ísland var með minnsta ójöfnuðinn árið 2016, deildi fjórða minnsta ójöfnuðinum með Finn­landi árið 2017 og deildi öðru sæti yfir minnsta ójöfnuðinn með Slóven­íu árið 2018.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK