Gengi krónunnar lækkaði um 3,1%

mbl.is/Heiðar

Gengi krónunnar var tiltölulega stöðugt á árinu 2019. Það lækkaði um 3,1% frá upphafi til loka ársins. Gagnvart evru lækkaði gengið um 1,9% en um 3,9% gagnvart Bandaríkjadal. Gengi krónunnar var hæst í upphafi árs en lægst í júlí. Munur á hæsta og lægsta gildi skráðrar gengisvísitölu á árinu var 7,2%, að því er segir í nýrri frétt á vef Seðlabanka Íslands.

„Mesta breyting á gengi krónunnar var í júlí þegar það hækkaði um 4,7% en minnst í febrúar þegar það lækkaði um 0,6%. Á fyrstu þremur mánuðum ársins lækkaði gengi krónunnar um 4,3% sem mátti meðal annars rekja til þess að óvissa hafði ríkt um afdrif flugfélagsins WOW Air en starfsemi þess var hætt í lok mars. Lækkunin var lítil í samanburði við haustmánuði árið á undan og virðist sem áhrif gjaldþrots félagsins hafi þegar verið verðlögð að einhverju leyti inn í gengi krónunnar.“

Hlutdeild Seðlabankans 7,6%

Heildarvelta á gjaldeyrismarkaði var svipuð og á árinu 2018, eða sem nam 188,3 ma.kr. Hlutdeild Seðlabankans í veltunni var 7,6% sem var öllu meira en árið 2018, en talsvert minna en á árinu 2017.

Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst í krónum talið um 86 ma.kr. á árinu og nam í árslok 822 ma.kr. Gjaldeyrisjöfnuður Seðlabankans, þ.e. mismunur eigna og skulda bankans í erlendum gjaldmiðlum, nam 646 ma.kr. í lok ársins 2019 samanborið við 627 ma.kr. í lok árs 2018.

Fréttatilkynning Seðlabankans í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK