Gengi hlutabréfa Icelandair hríðfellur

Gengi Icelandair hefur lækkað talsvert í dag.
Gengi Icelandair hefur lækkað talsvert í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gengi hlutabréfa Icelandair hefur hríðfallið í verði það sem af er degi. Alls nemur lækkunin tæplega 9% og stendur gengið nú í 7,7 kr.  Viðskipti með bréf fyrirtækisins hlaupa á tæplega 224 milljónum króna. 

Hlutabréfavísitölur um allan heim hafa fallið í verði í dag, en lækkunina má rekja til útbreiðslu og hugsanlegra áhrifa kórónuveirunnar. Fyrr í dag var sömuleiðis greint frá því að verð á olíu hefði lækkað um ríflega 4% sökum útbreiðslu veirunnar.  

Það sem af er ári hefur gengi hlutabréfa Icelandair hækkað um ríflega 12% sé tekið tillit til lækkunar dagsins. Fyrir helgi stóð gengi bréfanna í 8,47 kr. en líkt og fyrr segir stendur það nú í 7,7 kr. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka