Gengi hlutabréfa Icelandair hríðfellur

Gengi Icelandair hefur lækkað talsvert í dag.
Gengi Icelandair hefur lækkað talsvert í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gengi hluta­bréfa Icelanda­ir hef­ur hríðfallið í verði það sem af er degi. Alls nem­ur lækk­un­in tæp­lega 9% og stend­ur gengið nú í 7,7 kr.  Viðskipti með bréf fyr­ir­tæk­is­ins hlaupa á tæp­lega 224 millj­ón­um króna. 

Hluta­bréfa­vísi­töl­ur um all­an heim hafa fallið í verði í dag, en lækk­un­ina má rekja til út­breiðslu og hugs­an­legra áhrifa kór­ónu­veirunn­ar. Fyrr í dag var sömu­leiðis greint frá því að verð á olíu hefði lækkað um ríf­lega 4% sök­um út­breiðslu veirunn­ar.  

Það sem af er ári hef­ur gengi hluta­bréfa Icelanda­ir hækkað um ríf­lega 12% sé tekið til­lit til lækk­un­ar dags­ins. Fyr­ir helgi stóð gengi bréf­anna í 8,47 kr. en líkt og fyrr seg­ir stend­ur það nú í 7,7 kr. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka