Mesta hrun á hlutabréfamarkaði í tólf ár

Kaupmenn á Wall Street hafa átt betri daga. Myndin er …
Kaupmenn á Wall Street hafa átt betri daga. Myndin er tekin rétt fyrir lokun markaða í dag. AFP

Hrun hef­ur orðið á hluta­bréfa­mörkuðum bæði hér­lend­is og er­lend­is vegna kór­ónu­veirunn­ar COVID-19 á síðustu vik­um, sér­stak­lega þeirri sem nú er að líða und­ir lok. Hröð út­breiðsla veirunn­ar olli í þess­ari viku stærstu dýfu á hluta­bréfa­markaði á heimsvísu síðan í fjár­málakrepp­unni árið 2008, sam­kvæmt frétt Guar­di­an.

Íslenska hluta­bréfa­vísi­tal­an OMX10 hef­ur lækkað um 10,9% frá því 21. fe­brú­ar. Þá lokaði vísi­tal­an í 2170,55 stig­um en 1932,92 stig­um í dag. 

Sí­fellt fleiri lönd og fyr­ir­tæki beita hörðum aðgerðum í þeim til­gangi að hefta út­breiðslu veirunn­ar en aðgerðirn­ar hafa kostað sitt og valdið fyr­ir­tækj­um tekjutapi og tak­markað mögu­leika þeirra á að hagn­ast og vaxa.

Far­ald­ur­inn hef­ur leitt af sér hröðustu um­skipti inn­an hluta­bréfa­markaðar­ins síðan árið 1933 þegar krepp­an mikla stóð sem hæst. Hluta­bréf á Wall Street hafa hrunið úr met­há­um hæðum í lægstu lægðir síðan árið 2016.

Hræðileg­ur dag­ur á Wall Street

Dag­ur­inn í dag var einn sá versti í fjár­mála­hverf­inu Wall Street í lang­an tíma en Dow Jo­nes Industrial Avera­ge féll um 1.190 stig, S&P 500-vísi­tal­an féll um 2,7% og Nas­daq Composite um 2,1%, seg­ir í frétt Wall Street Journal.

Fjár­fest­ar hafa marg­ir hverj­ir losað sig við hluta­bréf og fjár­festa nú í stór­um stíl í ör­ugg­ari fjár­fest­ing­um eins og rík­is­skulda­bréf­um en vegna mik­ill­ar eft­ir­spurn­ar eft­ir rík­is­hluta­bréf­um í Banda­ríkj­un­um hef­ur ávöxt­un­ar­krafa rík­is­skulda­bréf­anna þar aldrei verið jafn lág.

Flug­fé­lög­in hafa orðið illa úti

Flug­fé­lög eru á meðal þeirra fyr­ir­tækja sem hafa orðið hvað verst úti fjár­hags­lega vegna kór­óna­veirunn­ar en hluta­bréf í ea­syJet, sem býður upp á beint flug til Kína, og móður­fé­lagi Brit­ish Airways, IAG, hafa hríðfallið. Sömu sögu er að segja af hluta­bréf­um í Icelanda­ir.

Þrátt fyr­ir að dán­artíðnin vegna kór­ónu­veirunn­ar sé til­tölu­lega lág hafa aðgerðir til að tak­marka út­breiðslu veirunn­ar haft mik­il áhrif þar sem viðskipta­ferðum og ráðstefn­um hef­ur í mörg­um til­fell­um verið af­lýst sem leitt hef­ur af sér minni viðskipti. 

Erfitt er að segja til um hvernig fram­haldið verður, að sögn Dav­ids Owen, yf­ir­hag­fræðings banda­ríska bank­ans Jef­feries, en breytt hegðun fólks vegna veirunn­ar hafi mik­il áhrif.

Fyr­ir tveim­ur vik­um síðan spáðu hag­fræðing­ar því að efna­hags­leg áhrif kór­ónu­veirunn­ar myndu vera svipuð og efna­hags­leg áhrif Sars far­ald­urs­ins sem braust út árið 2002 í Kína en þar sem Kína er nú mun stærri hluti af hag­kerfi heims­ins í dag en þá hafa áhrif­in verið mun meiri. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK