Skeljungur kaupir rekstur Baulunnar

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs. Ljósmynd/Aðsend

Skeljungur hefur fest kaup á þjónustumiðstöðinni Baulunni í Borgarfirði. Í kaupunum felst allur fasteignar- og lóðarréttur ásamt verslunarrekstri á svæðinu þar sem verslunin er til húsa.

Fyrirhugað er að bensínstöð Orkunnar verði opnuð á svæðinu á komandi mánuðum og rekstur veitingasölunnar verði efldur, að því er segir í tilkynningu. 

„Við erum full tilhlökkunar að taka við rekstri hinnar víðfrægu Baulu í Borgarfirði. Er þetta áframhaldandi skref í að framfylgja stefnu okkar um að þétta stöðvanetið og efla þjónustuna enn betur við íbúa landsbyggðarinnar,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, í tilkynningu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka