Niðurskurður liggur í loftinu

Forstjóri Icelandair og ráðgjafar hans í bankakerfinu hafa rætt við stærstu hluthafa félagsins um að koma með eigið fé í reksturinn. Niðurskurðarhnífurinn er enn fremur á lofti. Reyna á að endursemja við flugmenn og flugliða og til greina kemur að skera flotann niður um helming eða meira, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag. 

Heimildir blaðsins herma að unnið sé að því að koma í veg fyrir að ríkið þurfi að koma félaginu til bjargar og eru menn bjartsýnir á að það takist. 

Lengi hefur legið fyrir að hlutfall launakostnaðar hjá Icelandair er allt of hátt. Bæði flugmenn og flugliðar eru á mjög háu tímakaupi samanborið við samkeppnisaðila sem þýðir að nú mun verða reynt að endursemja um launakjörin. Hefur Viðskiptablaðið heimildir fyrir því að laun flugliða hjá Icelandair hafi verið allt að 35% hærri en flugliða hjá Wow á sínum tíma og að laun flugmanna hafi verið 20 til 30% hærri,“ segir í ítarlegri umfjöllun Viðskiptablaðsins um málefni Icelandair í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK