Tíst þurrkar út 14 milljarða dala

Elon Musk.
Elon Musk. AFP

Stofnanda Tesla, Elon Musk, tókst að minnka markaðsvirði bílaframleiðandans um 14 milljarða Bandaríkjadala með einni færslu á Twitter. Þar skrifaði hann að verð hlutabréfa í fyrirtækinu væri of hátt.

Á sama tíma minnkaði virði eignarhlutar Musk sjálfs í félaginu um þrjá milljarða dala þar sem fjárfestar voru fljótir að bregðast við og seldu í Teslu.

Musk fór mikinn á Twitter og henti inn nokkrum færslum á stuttum tíma þar á meðal sagði hann að kærastan væri brjáluð út í hann og eins ýjaði hann að því að selja hlut sinn í Teslu. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tíst Musk hefur alvarlegar afleiðingar á verð félagsins en árið 2018 tókst honum að setja markaðinn nánast á hliðina með yfirlýsingum sínum.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK