Boeing ekki í aðstöðu til að greiða bætur

Boeing 737 Max vélarnar hafa verið kyrrsettar frá því í …
Boeing 737 Max vélarnar hafa verið kyrrsettar frá því í mars á síðasta ári. Icelandair hefur fengið sex slíkar afhentar. mbl.is/Hari

Meðal þess sem bæta átti lausafjárstöðu Icelandair Group á komandi mánuðum voru væntingar um að bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing myndi bæta félaginu í formi reiðufjár það tjón sem það hefur orðið fyrir vegna langvarandi kyrrsetningar 737-MAX-vélanna sex sem félagið hafði tekið í notkun auk þeirra átta sem taka átti í notkun í ár og í fyrra.

Sérfræðingar á flugmarkaði sem ViðskiptaMogginn hefur rætt við segja að sífellt versnandi fjárhagsstaða Boeing vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og afleiðinga af MAX-hneykslinu sem skekið hefur fyrirtækið frá því í mars í fyrra geri félaginu nær ómögulegt að reiða fram fjármuni til viðskiptavina sinna vegna fyrrnefnds tjóns.

Icelandair hefur ekki gefið upp hvort það telji sér skylt að taka við þeim MAX-þotum sem dráttur hefur orðið með afhendingu á. Hins vegar hefur fjöldi flugfélaga gripið til þess ráðs á undanförnum mánuðum. Ljóst er að lítil sem engin eftirspurn er eftir vélum af þessu tagi á markaði þar sem fyrirséð er að offramboð verði af farþegavélum á komandi misserum.

Ítarlega er fjallað um stöðu Icelandair Group í fréttaskýringu í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK