Starfslokin kosta Haga yfir 300 milljónir

Finnur Árnason, forstjóri Haga og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, hafa …
Finnur Árnason, forstjóri Haga og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, hafa sagt upp störfum. Starfslok þeirra eru talin kosta fyrirtækið yfir 300 milljónir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Uppsagnarfrestur forstjóra Haga er eitt ár og hjá framkvæmdastjóra Bónus er hann þrjú ár. Kosta starfslok þeirra, sem tilkynnt var um í síðustu viku, Haga vel yfir 300 milljónir króna, en samkvæmt ákvæði í starfssamningi þeirra skiptir ekki máli varðandi hvort uppsagnarfrest hvort þeir hafi sjálfir sagt upp eða hvort þeim hafi verið sagt upp. Þetta kemur fram í Markaðinum í dag og haft er eftir heimildum.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar í síðustu viku kom fram að Finnur Árnason, forstjóri Haga og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, hefðu sagt starfi sínu lausu. Finnur hefur starfað sem forstjóri Haga frá 2005 og Guðmundur hefur starfað hjá Bónus í um þrjá áratugi.

Laun og hlunnindi Finns á síðasta rekstrarári voru 72,7 milljónir, eða um 6 milljónir á mánuði. Markaðurinn bendir á að samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar hafi tekjur Guðmundar verið um fimm milljónir á mánuði árið 2018. Því megi áætla að í heild þurfi Hagar að gjaldfæra um 250 milljónir vegna launa og launatengdra gjalda í tilfelli Guðmundar og um 100 milljónir í tilfelli Finns.

Markaðurinn segir að breytt starfskjarastefna Haga sem samþykkt var í fyrra hafi átt að leiða til nýrra samninga við helstu stjórnendur fyrirtækisins. Ágreiningur um launakjörin hafi hins vegar ekki verið helsta ástæða þess að þeir fari frá borði, en Markaðurinn segir að nokkrir af stærstu hluthöfum fyrirtækisins, meðal annars Samherji, hafi talað fyrir að nýr forstjóri kæmi inn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK