Starfslokin kosta Haga yfir 300 milljónir

Finnur Árnason, forstjóri Haga og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, hafa …
Finnur Árnason, forstjóri Haga og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, hafa sagt upp störfum. Starfslok þeirra eru talin kosta fyrirtækið yfir 300 milljónir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Upp­sagn­ar­frest­ur for­stjóra Haga er eitt ár og hjá fram­kvæmda­stjóra Bón­us er hann þrjú ár. Kosta starfs­lok þeirra, sem til­kynnt var um í síðustu viku, Haga vel yfir 300 millj­ón­ir króna, en sam­kvæmt ákvæði í starfs­samn­ingi þeirra skipt­ir ekki máli varðandi hvort upp­sagn­ar­frest hvort þeir hafi sjálf­ir sagt upp eða hvort þeim hafi verið sagt upp. Þetta kem­ur fram í Markaðinum í dag og haft er eft­ir heim­ild­um.

Í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­inn­ar í síðustu viku kom fram að Finn­ur Árna­son, for­stjóri Haga og Guðmund­ur Marteins­son, fram­kvæmda­stjóri Bón­us, hefðu sagt starfi sínu lausu. Finn­ur hef­ur starfað sem for­stjóri Haga frá 2005 og Guðmund­ur hef­ur starfað hjá Bón­us í um þrjá ára­tugi.

Laun og hlunn­indi Finns á síðasta rekstr­ar­ári voru 72,7 millj­ón­ir, eða um 6 millj­ón­ir á mánuði. Markaður­inn bend­ir á að sam­kvæmt tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar hafi tekj­ur Guðmund­ar verið um fimm millj­ón­ir á mánuði árið 2018. Því megi áætla að í heild þurfi Hag­ar að gjald­færa um 250 millj­ón­ir vegna launa og launa­tengdra gjalda í til­felli Guðmund­ar og um 100 millj­ón­ir í til­felli Finns.

Markaður­inn seg­ir að breytt starfs­kjara­stefna Haga sem samþykkt var í fyrra hafi átt að leiða til nýrra samn­inga við helstu stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins. Ágrein­ing­ur um launa­kjör­in hafi hins veg­ar ekki verið helsta ástæða þess að þeir fari frá borði, en Markaður­inn seg­ir að nokkr­ir af stærstu hlut­höf­um fyr­ir­tæk­is­ins, meðal ann­ars Sam­herji, hafi talað fyr­ir að nýr for­stjóri kæmi inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK