Spáir verulegri lækkun stýrivaxta

Hagfræðideild Landsbankans spáir að verðbólga fari yfir markmið og að …
Hagfræðideild Landsbankans spáir að verðbólga fari yfir markmið og að Seðlabankinn muni lækka stýrivexti um 1 prósentustig. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við spá­um því að pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans lækki stýri­vexti um 1 pró­sentu­stig við næstu vaxta­ákvörðun þann 20. maí.“  Þetta seg­ir í Hag­sjá hag­fræðideild­ar Lands­bank­ans sem kom út í morg­un.

Þar seg­ir að pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans hafi þríveg­is á þessi ári lækkað stýri­vexti og nem­ur lækk­un­in sam­tals 1,25 pró­sent­um. Í fe­brú­ar hafi nefnd­in ákveðið að lækka vexti um 0,25 pró­sentu­stig.

Síðan þegar efna­hags­leg áhrif heims­far­ald­urs­ins hafi farið að koma bet­ur í ljós hafi vext­ir verið lækkaðir tví­veg­is með viku milli­bili um miðjan mars­mánuð. Meg­in­vext­ir Seðlabank­ans eru 1,75% og hafa aldrei verið lægri.

Verðbólga lík­leg­ast yfir mark­mið

Vegna tölu­verðrar veik­ing­ar krón­unn­ar á síðustu mánuðum telja hag­fræðing­ar Lands­bank­ans að verðbólga muni aukast lít­il­lega á næsta árs­fjórðungi. Þeir spá því að verðbólg­an muni fara upp fyr­ir mark­mið á þriðja árs­fjórðungi og ná há­marki í 3,5% á fjórða árs­fjórðungi.

„Mik­ill fram­leiðslu­slaki í hag­kerf­inu og lít­ils hátt­ar styrk­ing krón­unn­ar á næsta ári mun leiða til þess að verðbólga lækk­ar niður í mark­mið á ný. Spá hag­fræðideild­ar ger­ir ráð fyr­ir að verðbólga kom­ist aft­ur í mark­mið á fjórða árs­fjórðungi á næsta ári og verði ná­lægt mark­miði allt árið 2022,“ seg­ir í Hag­sjánni.

Seðlabank­inn get­ur lítið aðhafst

„Seðlabank­inn get­ur lítið aðhafst til að bregðast við verðbóluþrýst­ingi á næstu mánuðum vegna veik­ing­ar krón­unn­ar. Þar hafa vaxta­breyt­ing­ar eng­in áhrif,“ seg­ir í spánni og þar er tekið fram að eng­in sér­stök ástæða sé til þess að viðhalda já­kvæðum vaxtamun við út­lönd við nú­ver­andi aðstæður af ótta við út­streymi fjár­magns er­lendra fjár­festa.

Veg­leg­ur gjald­eyr­is­forði Seðlabank­ans geti auðveld­lega mætt slíku út­flæði ef það skyldi gera vart við sig. Nú skipti mestu að reyna milda það efna­hags­lega högg sem kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hafði í för með sér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK