Capacent gjaldþrota

Halldór Þorkelsson framkvæmdastjóri Capacent.
Halldór Þorkelsson framkvæmdastjóri Capacent. Kristinn Magnússon

Ráðgjafafyrirtækið Capacent mun óska eftir gjaldþrotaskiptum á morgun, en síðasti starfsdagur fyrirtækisins var í dag, að því er heimildir Vísis herma og Viðskiptablaðið hefur fengið staðfest.

Um fimmtíu starfa hjá fyrirtækinu, meirihluti ráðgjafar við ráðningar og stefnumótun, en þeir eru sagðir hafa fengið að vita af rekstrarerfiðleikum fyrirtækisins fyrir tíu dögum.

Capacent var upphaflega stofnað árið 1983 í Svíþjóð, en félagið hefur verið með skrifstofur þar í landi, á Íslandi og í Finnlandi.

Ekki náðist í Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóra Capacent.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK