Undirbúa viðbrögð ef Icelandair fer í þrot

Skoðað er meðal annars hvernig flytja megi flugrekstrarleyfi félagsins.
Skoðað er meðal annars hvernig flytja megi flugrekstrarleyfi félagsins. mbl.is/Eggert

Aukinn þungi hefur að undanförnu verið settur í gerð áætlunar innan Stjórnarráðsins sem hrinda á í framkvæmd ef hlutafjárútboð Icelandair misheppnast eða ef félagið fer í þrot.

Þetta herma heimildir flugfréttavefjarins Túrista.

Tekið er fram að í þessari vinnu sé meðal annars horft til þess hvernig flytja megi flugrekstrarleyfi félagsins yfir í nýtt fyrirtæki án þess að mikið rof verði á flugsamgöngum.

Nýtt félag geti þá líklega ekki gengið að þeim lendingarleyfum sem Icelandair hefur í dag, einkum ekki við Heathrow-flugvöll í Lundúnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK