Viðskiptavild hjá Icelandair niður um 82%

Flugvélar Icelandair.
Flugvélar Icelandair. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Icelanda­ir hef­ur fært niður viðskipta­vild um rúm­lega 82%, eða úr um 138,5 millj­ón­um doll­ara um síðustu ára­mót yfir í um 24,4 millj­ón­ir doll­ara í lok júní á þessu ári.

Niður­færsl­an sam­svar­ar um 15,5 millj­örðum króna miðað við gengi dags­ins í dag. Verðmæti  af­greiðslu­tíma á flug­völl­um, eða aðrar óefn­is­leg­ar eign­ir hafa aft­ur á móti ekk­ert breyst á tíma­bil­inu.

Þetta kem­ur fram í árs­hluta­upp­gjöri Icelanda­ir sem var birt í gær.

Þessi niður­færsla er skrifuð á þau miklu áhrif sem kór­ónu­veir­an hef­ur haft á fyr­ir­tækið en viðskipta­vild vís­ar til hug­lægra eigna fyr­ir­tækja.

Fram kem­ur í upp­gjör­inu að COVID-19 hafi haft mik­il áhrif á spurn eft­ir flug­ferðum og að óviss­an sé enn mik­il um hvenær ferðatak­mörk­un­um verður aflétt og eft­ir­spurn­in auk­ist á nýj­an leik.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka