Allt er háð hlutafjárútboðinu

Þotur Icelandair.
Þotur Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að allir angar fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins séu háðir því að hlutafjárútboð gangi vel. Stefnt er að því að það fari fram í ágúst.

„Við höfum verið að undirbúa útboðið. Engar formlegar viðræður eru hafnar. Þær munu hefjast í ágústmánuði, þegar skráningarlýsing liggur fyrir.“

Eins og fram kom í tilkynningu Icelandair á föstudagskvöld hefur fyrirtækið samið við flesta kröfuhafa og viðræður við Íslandsbanka, Landsbanka og ríkið um lánveitingu með ríkisábyrgð eru langt á veg komnar. Spurður hvort skilyrði hafi verið sett um það hve háa fjármögnun þurfi að tryggja fyrir lánveitingu segir Bogi að það liggi ekki fyrir á þessu stigi. „Verið er að vinna í því,“ segir hann.

Spurður hvort aðkoma ríkisins hafi haft áhrif á það að samkomulag hafi tekist við kröfuhafa, segir Bogi að allir þræðir málsins tengist og hafi áhrif hver á annan.

Hann segir að stefnt sé að því að klára viðræður um fjárhæðir og ganga frá lokasamkomulagi við íslensku bankana í vikunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK