Áhrif veirunnar sögð víðtæk

Eik fasteignafélag tapaði 592 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins en heildareignir félagsins námu 103.376 m.kr. 30. júní 2020.

Árs­hluta­reikn­ing­ur Eik­ar fast­eigna­fé­lags hf. fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2020 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins 27. ágúst 2020.

Heildarskuldir félagsins námu 71.460 m.kr. þann 30. júní 2020, þar af voru vaxtaberandi skuldir 61.157 m.kr. og tekjuskattsskuldbinding 7.105 m.kr. 

Rekstur félagsins gekk vel á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 miðað við aðstæður og var afkoman í takti við uppfærðar áætlanir stjórnenda félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu.

Rekstrartekjur félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 námu 4.184 m.kr. Þar af voru leigutekjur 3.743 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir nam 2.494 m.kr. Tap fyrir tekjuskatt nam 549 m.kr. og tap samstæðunnar á fyrstu sex mánuðum ársins 2020 nam 439 m.kr. Heildartap samstæðunnar nam 592 m.kr. samkvæmt yfirliti um heildarafkomu.

Enn er óljóst hvaða efnahagslegu áhrif kórónuveirufaraldurinn mun hafa á rekstur félagsins en þau eru sögð víðtæk. Félagið heldur áfram að vinna með leigutökum að úrlausnum þeirra mála sem snúast fyrst og fremst um frestun og greiðsludreifingu á leigu og rekstrargjöldum. Afkoma ársins mun því taka að miklu leyti mið af því hvernig leigutakar félagsins koma undan faraldrinum og hversu fljótt daglegt líf mun færast í eðlilegt horf. Stjórnendur telja ekki ástæðu til að endurskoða uppfærðar horfur félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK