Samkvæmt áætlunum íslenska lyfjafyrirtækisins Alvotech er gert ráð fyrir að velta fyrirtækisins verði 5% af vergri landsframleiðslu árið 2027 og 20% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Þetta kom fram í máli Sesselju Ómarsdóttur, framkvæmdastjóra lyfjagreiningardeildar Alvotech, á Iðnþingi í dag.
Miðað við gjaldeyristekjur ársins 2018 þýðir það að Alvotech áformar gjaldeyristekjur upp á rúmlega 200 milljarða.
Sesselja sagði að þótt þetta virkaði sem háleitt markmið þyrfti að horfa til þess að lyfjageirinn velti gríðarlegum upphæðum. Þá sagði hún rétt að horfa til þess að þessi iðnaður væri að mestu byggður upp á hugvitinu, finna réttar frumur til að ræka og ná prótínum í lyfin. Þetta væri því ekki iðnaður með takmarkaða auðlind.