Baldur Arnarson
Kórónuveirufaraldurinn felur ekki aðeins í sér manntjón og þjáningar heldur magnar hann upp aðra sjúkdóma og eykur fátækt.
Þetta er niðurstaðan í skýrslu mannúðarstofnunar hjónanna Bill og Melinda Gates, Goalkeepers Report. Þar er því haldið fram að kórónukreppan sé mesta samdráttarskeið síðan hergagnaframleiðsla stöðvaðist eftir lok síðari heimsstyrjaldar.
Um 18 billjónum dala, eða 18 þúsund milljörðum dala, hafi verið varið í að örva hagkerfin. Umfangið samsvari að jafnaði 22% af VLF í G20-ríkjunum en aðeins 3% af VLF í löndunum sunnan Sahara. Þá hafi svo margar þjóðir ekki samtímis verið í kreppu síðan 1870.
Fram kemur í Morgunblaðinu í dag, að Bill Gates hafi farið yfir stöðuna í samtali við blaðamann The Atlantic en viðtalið má sjá hér fyrir neðan.
Þar sagði hann að efnahagstjónið af völdum veirunnar yrði þegar upp er staðið yfir 20 billjónir dala. Til samanburðar sagði hann í TED-fyrirlestri árið 2015 að faraldur kynni að kosta þrjár billjónir dala.