54.000 færri frá landinu í sept.

Fáir fara milli landa um þessar mundir.
Fáir fara milli landa um þessar mundir.

Alls voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um tíu þúsund í september skv. talningu Ferðamálastofu og Isavia. Þeir voru 94,5% færri en í september á síðasta ári þegar brottfarir voru tæplega 184 þúsund talsins.

Mikil fækkun átti sér einnig stað á milli mánaðanna ágúst og september, eftir að ferðatakmarkanir voru hertar, en í ágúst sl. voru brottfarir í Keflavík tæplega 64 þúsund talsins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Í umfjöllun á vef Ferðamálastofu er bent á að ástæður fyrir fækkun erlendra gesta til landsins það sem af er ári ættu að vera öllum ljósar, því allt frá því að áhrifa kórónuveirufaraldursins fór að gæta fyrir alvöru í mars hefur orðið hrun í fjölda. „Þannig var fækkunin milli ára um 53% í mars, um 99% í apríl og maí, 97% í júní, 80% í júlí, 75% í ágúst og 95% í september [...],“ segir þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK