Mesti vöxtur í sögu Bandaríkjanna

Trump á einum af fjölmörgum fjöldafundum sínum vegna kosninganna þar …
Trump á einum af fjölmörgum fjöldafundum sínum vegna kosninganna þar vestra. AFP

Verg landsframleiðsla í Bandaríkjunum óx um 33,1% í þriðja ársfjórðungi þessa árs, á ársgrunni. Er þetta mesti vöxtur í sögu landsins en áður hafði mesta aukningin  í einum ársfjórðungi verið 16,7%. Þetta er meðal þess sem fram kemur í atvinnuleysistölum vestanhafs. 

Vöxturinn núna kemur í kjölfar 5% samdráttar á fyrsta ársfjórðungi og 31,4% samdráttar á öðrum ársfjórðungi. Þegar miðað er við sama ársfjórðung í fyrra er samdrátturinn á þriðja ársfjórðungi í ár 2,9%.

Kemur vöxturinn milli ársfjórðunga núna í kjölfar afléttingar takmarkana og reglna í fjölda ríkja vestanhafs. Svo virðist jafnframt sem bandarískt hagkerfi sé nú að rétta úr kútnum eftir mestu niðursveiflu sögunnar í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

Einkaneysla eykst mikið 

Á sama tíma jókst neysla vestanhafs um 40,7% í ársfjórðungnum sem jafnframt er tvöfalt meiri vöxtur en áður hafði þekkst, eða allt frá árunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Þó má að mestu rekja vöxtinn til mikillar niðursveiflu í öðrum ársfjórðungi.  

Ekki eru þó einvörðungu jákvæðar fréttir því enn eru fjölmargir Bandaríkjamenn á atvinnuleysisskrá eða 11 milljónir hið minnsta. Munar þar mest um töpuð störf innan ferðaþjónustufyrirtækja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK