Mesti vöxtur í sögu Bandaríkjanna

Trump á einum af fjölmörgum fjöldafundum sínum vegna kosninganna þar …
Trump á einum af fjölmörgum fjöldafundum sínum vegna kosninganna þar vestra. AFP

Verg lands­fram­leiðsla í Banda­ríkj­un­um óx um 33,1% í þriðja árs­fjórðungi þessa árs, á árs­grunni. Er þetta mesti vöxt­ur í sögu lands­ins en áður hafði mesta aukn­ing­in  í ein­um árs­fjórðungi verið 16,7%. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í at­vinnu­leys­istöl­um vest­an­hafs. 

Vöxt­ur­inn núna kem­ur í kjöl­far 5% sam­drátt­ar á fyrsta árs­fjórðungi og 31,4% sam­drátt­ar á öðrum árs­fjórðungi. Þegar miðað er við sama árs­fjórðung í fyrra er sam­drátt­ur­inn á þriðja árs­fjórðungi í ár 2,9%.

Kem­ur vöxt­ur­inn milli árs­fjórðunga núna í kjöl­far aflétt­ing­ar tak­mark­ana og reglna í fjölda ríkja vest­an­hafs. Svo virðist jafn­framt sem banda­rískt hag­kerfi sé nú að rétta úr kútn­um eft­ir mestu niður­sveiflu sög­unn­ar í kjöl­far heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru.

Einka­neysla eykst mikið 

Á sama tíma jókst neysla vest­an­hafs um 40,7% í árs­fjórðungn­um sem jafn­framt er tvö­falt meiri vöxt­ur en áður hafði þekkst, eða allt frá ár­un­um eft­ir seinni heims­styrj­öld­ina. Þó má að mestu rekja vöxt­inn til mik­ill­ar niður­sveiflu í öðrum árs­fjórðungi.  

Ekki eru þó ein­vörðungu já­kvæðar frétt­ir því enn eru fjöl­marg­ir Banda­ríkja­menn á at­vinnu­leys­is­skrá eða 11 millj­ón­ir hið minnsta. Mun­ar þar mest um töpuð störf inn­an ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK