Ryanair pantar fleiri MAX-vélar

Ryanair.
Ryanair. AFP

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hyggst bæta við pöntunum á Boeing 737-MAX-flug­vél­um. Viðræður standa yfir við flugvélaframleiðandann en vonir eru bundnar við að þeim ljúki undir lok árs 2020 eða í byrjun næsta árs. 

Þetta kom fram í viðtali við forstjóra flugfélagsins, Michael O'Leary, fyrr í dag. Ummælin koma í kjölfar samþykkis bandarískra flugmálayfirvalda, sem nú hafa gefið út flug­hæfn­is­vott­orð gagnvart vélunum. Gera má ráð fyrir að vélarnar muni sömuleiðis byrja að fljúga í Evrópu í ársbyrjun 2021. 

MAX200 er „frábær vél“

O'Leary greindi jafnframt frá því að Ryanair vilji vera með fyrstu flugfélögunum til að panta vélina eftir um 20 mánaða kyrrsetningu í kjölfar tveggja mannskæðra slysa. „Ég held að það væri mjög mikilvægt fyrir Boeing að tilkynna um nýja pöntun. Við myndum vilja vera fremstir í röðinni enda er MAX200 frábær vél,“ sagði O'Leary. 

Aðspurður kvaðst hann ekki geta tjáð sig um stærð væntanlegrar pöntunar. Þó hefur hann staðfest að um minni gerð MAX-vélanna sé að ræða. Þá á hann síður von á því að Ryanair bæti við stærri gerðinni, MAX10, á næstunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK