Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Icelandair hafa hækkað um nær 7% það sem af er degi. Stendur gengið nú í 1,6 kr. Bréfin höfðu tekið skarpa dýfu í gær, en lægst fór gengið í 1,41 kr.
Óljóst er hvað veldur hækkun dagsins en þó má gera ráð fyrir að jákvæðar fregnir af bóluefni hafi áhrif á gengið. Frá því var greint í dag að um þrjú þúsund skammtar af bóluefni Pfizer muni berast hingað til lands vikulega frá áramótum og út marsmánuð.
Sé miðað við gengið sem stendur hafa bréf Icelandair hækkað um 60% frá hlutafjárútboði í september. Þá var hver hlutur seldur á eina krónu.