Óraunhæft að reka tvö flugfélög á Íslandi

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er engan veginn raunhæft að reka tvö flugfélög frá Íslandi sem eru með Keflavíkurflugvöll sem tengimiðstöð að mati Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icleandair.

Þetta kemur fram í viðtali við Boga í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins í dag, þar sem Bogi er valinn maður ársins í íslensku viðskiptalífi.

Bogi segir að áður hafi verið reynt að reka hér tvö flugfélög en þetta hafi hvorki gengið hjá WOW air né Iceland Express.

Forstjórinn kveðst ekki hræddur við samkeppni en segir fámenni heimamarkaðarins valda því að hún sé óraunhæf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK