Stefnir í 6 milljarða hagnað á síðasta ársfjórðungi

Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka.

Hagnaður Ari­on banka á fjórða árs­fjórðungi síðasta árs stefn­ir í að verða 6 millj­arðar króna sam­kvæmt drög­um að upp­gjöri bank­ans sem nú liggja fyr­ir. Sam­kvæmt þeim er reiknuð arðsemi á árs­grund­velli ríf­lega 12% og um­tals­vert um­fram fyr­ir­liggj­andi spar grein­ing­araðila.

Til sam­an­b­urðar var hagnaður Ari­on banka fjór­ir millj­arðar á þriðja árs­fjórðungi, en sam­tals 6,7 millj­arðar á fyrstu þrem­ur árs­fjórðung­um árs­ins. Verði hagnaður­inn því í sam­ræmi við drög­in stefn­ir í að hagnaður bank­ans á síðasta ári verði um 12,7 millj­arðar.

2 millj­arða nei­kvæð áhrif eigna til sölu - Kís­il­verið veg­ur þyngst

Í af­komu­viðvör­un til Kaup­hall­ar­inn­ar kem­ur fram að af­koma áfram­hald­andi starf­semi nemi um 8 millj­örðum og þró­ist með mjög já­kvæðum hætti. Fjár­muna­tekj­ur og tekj­ur af fjár­fest­ing­ar­eign­um nema 2,8 millj­örðum, en á móti kem­ur nei­kvæð áhrif af eign­um til sömu upp á ríf­lega 2 millj­arða. Veg­ur þar þyngst niður­færsla á eign­um í Stakks­bergi, en kís­il­verið í Helgu­vík er í eigu Stakks­bergs.

Upp­gjör árs­fjórðungs­ins verður birt 10. fe­brú­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK