Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,7%. Verðbólgan hefur ekki verið jafn mikil hér á landi síðan í ágúst árið 2013.
Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í janúar 2021, lækkar um 0,06% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkar um 0,24% frá desember 2020.
Vetrarútsölur eru víða í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 6,5% (áhrif á vísitöluna -0,23%) og verð á húsgögnum og heimilisbúnaði lækkaði um 3,3% (-0,19%). Húsnæði, hiti og rafmagn hækkaði um 0,6% (0,19%), verð á mat- og drykkjarvörum hækkaði um 0,6% (0,10%) og bensín og olíur hækkuðu um 3,1% (0,10%).