Hlutabréf Icelandair hrynja

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hlutabréf í Icelandair hafa lækkað um 13,3% það sem af er degi í um 227 milljóna króna viðskiptum. Við lokun markaða í gær stóð gengi bréfa félagsins í 1,8 krónum á hlut en stendur nú í 1,56 krónum á hlut.

Í gær eftir lokun markaða kom í ljós að ekkert yrði af mögulegri fjórða fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer með nýtt bóluefni sitt. Hefði slík rannsókn þýtt að Íslendingar yrðu bólusettir fyrr en ella til að ná upp hjarðónæmi.

Á mánudaginn eftir lokun markaða sendi Icelandair frá sér ársuppgjör síðasta árs, en þar kom fram að tap félagsins hefði verið 51 milljarður. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagðist þá gera ráð fyrir að flug færi að aukast frá og með öðrum ársfjórðungi og að hann væri fullviss um talsverð tækifæri fram undan með leiðakerfi félagsins og Ísland sem áfangastað ferðamanna áfram. Gengi félagsins lækkaði í kjölfarið úr 1,84 krónum á hlut í 1,8 krónur í viðskiptum í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK