Kórónukreppan minni en spáð var

Þegar útlitið var hvað dekkst og óvissan hvað mest spáðu sérfræðingar allt að 18% samdrætti landsframleiðslu út af kórónukreppunni. Tölur Hagstofunnar benda hins vegar til að samdrátturinn hafi verið 6,6% í fyrra sem er minna en bankarnir og Seðlabankinn áætluðu í spám sínum.

Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir þetta ánægjuefni.

„Það má segja að besta sviðsmyndin hafi ræst sem er afar ánægjulegt,“ segir Konráð.

Engu að síður er þetta annar mesti samdráttur frá seinna stríði en árið 2009 mældist 7,7% samdráttur.

Þá benda viðmælendur Morgunblaðsins innan ferðaþjónustunnar á að útflutningur hafi dregist saman um 350 milljarða milli ára 2019 og 2020, eða um tæpan milljarð á dag. Mótvægisaðgerðir hafi mildað höggið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK