Skúbb aftur í eigu stofnandans

Skúbb er nú með starfsemi á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu.
Skúbb er nú með starfsemi á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Árni Sæberg

Jóhann Friðrik Haraldsson, sem stofnaði Skúbb ehf. ásamt tveimur félögum sínum árið 2017, hefur fest kaup á fyrirtækinu að nýju. Skúbb framleiðir handgerðan ís frá grunni. „Ég seldi fyrirtækið árið 2019, var ellefu mánuði í burtu og keypti félagið á nýjan leik í október á síðasta ári,“ segir Jóhann í samtali við ViðskiptaMoggann.

Eins og fram kom í fjölmiðlum á sínum tíma var Skúbb í millitíðinni í eigu Hallgríms Tómasar Sveinssonar.

Spurður um ástæðu þessara vendinga segist Jóhann hafa fengið ágætiskauptilboð í félagið á sínum tíma, auk þess sem hann hafi haft öðrum hnöppum að hneppa. „Síðasta sumar var ég allt í einu búinn að losa mig út úr öllum öðrum verkefnum og farinn að hugsa næstu skref. Ég hitti eigandann sem vildi selja á þeim tíma og ég ákvað að láta slag standa.

Síðan ég keypti fyrirtækið hef ég opnað á tveimur nýjum stöðum; nýja ísbúð að Bæjarhrauni 2 í Hafnarfirði og svo nýjan stað með jógúrtskálum, Skúbb-Skálar, inni í Kvikk, verslun Orkunnar á Vesturlandsvegi.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK