Hlutabréf Icelandair tóku talsverðan kipp í Kauphöll Íslands í kjölfar tíðina um að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði, ásamt heilbrigðisráðherra, ákveðið að breyta reglugerðum þannig að Bandaríkjamenn og Bretar geti, á grundvelli framvísunar bólusetningarvottorðs, komið til Íslands.
Þá hyggst dómsmálaráðherra einnig afnema bann við svokölluðum „tilefnislausum ferðum“ yfir landamæri frá löndum utan Schengen. Þannig muni þeir sem geti framvísað bólusetningarvottorði eða sönnun þess að þeir séu með mótefni, ferðast óhindrað milli landa.
Tíðindin sneru þróun verðlagningar á bréfum Icelandair við en fram eftir morgni höfðu þau gefið eftir og á tímabili nam lækkunin 1,5%. Í fyrstu eftir tíðindin hækkuðu bréfin um tæp 3% en skömmu fyrir kl 13:00 hækkuðu bréfin enn frekar eða um 7% frá dagslokagengi mánudagsins.