Stefnir í hjaðningavíg á flugmarkaði

Flugvellir eru í raun „bryggjur“ farþegaþotanna. Þar er kanturinn þéttsetinn …
Flugvellir eru í raun „bryggjur“ farþegaþotanna. Þar er kanturinn þéttsetinn um þessar mundir. Kristinn Magnússon

Stjórnendur Icelandair Group búa sig undir að takast á við nýja keppinauta á markaðnum á komandi mánuðum. Þar er ekki aðeins um að ræða nýja lággjaldaflugfélagið Play sem er í startholunum heldur einnig reynslubolta í Noregi sem hyggjast nýta reynsluna af mistökunum við ofurvöxt Norwegian og beina hinum fráu Dreamliner-vélum á arðbæra flugleggi milli Evrópu og Bandaríkjanna.

Ljóst er að hart verður tekist á um hvern einasta farþega og ósennilegt má teljast að nokkur grið verði gefin.

Play á enn eftir að sýna á spilin en í dag mun koma í ljós hvort þátttakendur í hlutabréfaútboði félagsins, sem lauk fyrr í þessum mánuði, muni allir skila sér í hús. Á sama tíma er félagið að auglýsa eftir forystufólki til starfa. Jafnt og þétt má gera ráð fyrir áætlanir félagsins verði opinberaðar. Víst er að vélum félagsins verður ekki aðeins beint á flugleiðir milli Evrópu og Íslands heldur er ætlunin að herja á markaðinn með tengifarþega milli Evrópu og Bandaríkjanna. Þar mun dýrmæt reynsla og skilningur á alvarlegum mistökum sem gerð voru á vettvangi WOW mögulega skilja milli feigs og ófeigs.

Eitt er víst. Það er engin lognmolla í fluginu, ekki einu sinni þegar stór hluti heimsflotans stendur „bundinn“ við bryggjur háloftanna.

Lestu ítarlega úttekt í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK