Hækkunin kom mikið á óvart

Það sem kom hagdeild Landsbankans mest á óvart var að …
Það sem kom hagdeild Landsbankans mest á óvart var að fasteignaverð hækkaði mun meira en deildin hafði átt von á. mbl.is/Sigurður Bogi

Vísi­tala neyslu­verðs (VNV) hækkaði um 0,71% milli mánaða í apríl og mæl­ist verðbólga nú 4,6% sam­an­borið við 4,3% í mars. Hag­fræðideild Lands­bank­ans gerði ráð fyr­ir 0,27% hækk­un vísi­töl­unn­ar milli mánaða og seg­ir í Hag­sjá deild­ar­inn­ar að hækk­un­in hafi komið mikið á óvart. Það sem kom mest á óvart var að fast­eigna­verð hækkaði mun meira en deild­in hafði átt von á.

„Það sem kom mest á óvart í töl­un­um var að reiknuð húsa­leiga hækkaði um 2,5% milli mánaða (0,40% áhrif á vísi­tölu). Þetta skýr­ir að mestu að vísi­tal­an hækkaði meira en við bjugg­umst við, en við spáðum 0,3% hækk­un milli mánaða (0,05% áhrif á vísi­tölu),“ seg­ir í Hag­sjá hag­deild­ar Lands­bank­ans.

Mik­il hækk­un reiknaðrar húsa­leigu skýrist af mjög mik­illi hækk­un á hús­næðis­verði sem hækkaði um 2,7% milli mánaða sam­kvæmt út­reikn­ing­um Hag­stof­unn­ar. Hús­næðis­verð hef­ur nú hækkað um 4% á síðustu tveim­ur mánuðum sem er mjög mik­il hækk­un á svo stutt­um tíma að sögn hag­deild­ar Lands­bank­ans.

Síðustu tólf mánuði hef­ur markaðsverð hús­næðis, eins og Hag­stof­an mæl­ir hana, hækkað um 10,6%. Sér­býli á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur hækkað um 16,2%, fjöl­býli á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur hækkað um 9,9% og fast­eign­ir utan höfuðborg­ar­svæðis­ins 7,9%.

Mat­arkarf­an hækk­ar um­fram verðbólgu

Af þeim út­gjaldaliðum, sem meðal­heim­ili finn­ur mest fyr­ir dags dag­lega, sést að mat­arkarf­an hef­ur hækkað nokkuð meira en vísi­tala neyslu­verðs síðustu tólf mánuði, eða um 5,8%. Föt og skór (+4,5% milli ára) og hús­næðis­kostnaður (+4,4% milli ára) hafa hækkað svipað og vísi­tal­an. Bens­ín hef­ur hækkað um 10%, seg­ir meðal ann­ars í Hag­sjánni. 

Auk­in óvissa um þróun verðbólgu

„Óhætt er að segja að óviss­an um þróun verðbólg­unn­ar næstu mánuði hafi auk­ist við þessa mæl­ingu. Hún var tölu­vert hærri en við átt­um von á og því viðbúið að verðbólg­an muni leita eitt­hvað seinna niður í átt að mark­miði en við gerðum áður ráð fyr­ir. Fram­lag hús­næðis og þjón­ustu til tólf mánaða hækk­un­ar­inn­ar er að aukast. Á móti kem­ur að krón­an hef­ur styrkst það sem af er ári sem ætti að vinna að ein­hverju leyti á móti inn­lend­um verðbólguþrýst­ingi,“ seg­ir enn frem­ur en Hag­sjána er hægt að lesa í heild hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK