„Nei við Play!“

mbl.is/Hari

Alþýðusam­band Íslands held­ur áfram að hvetja fólk til að sniðganga flug­fé­lagið Play og for­dæma vinnu­brögð þeirra.

Und­an­farna daga hafa Play og ASÍ staðið í deil­um sem snúa að launa­kjör­um starfs­manna flug­fé­lags­ins. Held­ur Play því fram að ASÍ sé að halda úti ósönn­um ásök­un­um hvað varðar launa­töl­ur en í yf­ir­lýs­ingu flug­fé­lags­ins sem kom út fyr­ir há­degi kem­ur meðal ann­ars fram að „Play borg­[i] ekki lægstu laun í land­inu eins og ASÍ seg­ir. [...] ASÍ hef­ur haldið fram að launa­tengd­ar greiðslur Play séu ekki sam­kvæmt lög­um, það er rangt og hef­ur al­farið verið hrakið í yf­ir­lýs­ingu Play og sjálf­stæðri um­fjöll­un Viðskipta­blaðsins.“

Drífa bregst við nýrri yf­ir­lýs­ingu Play

Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, brást í kjöl­farið við með yf­ir­lýs­ingu þar sem kem­ur fram að sam­bandið standi enn og aft­ur fast á því að ekki sé farið rangt með launa­töl­ur.

„Íslenska flug­stétt­ar­fé­lagið og Play hafa ekki viljað láta kjara­samn­inga sína af hendi en ASÍ hef­ur þá und­ir hönd­um og staðfest­ir hér enn á ný að þar er kveðið á um að grunn­laun séu 266.500 krón­ur fyr­ir nýliða. Play mun halda áfram að þyrla upp ryki og dreifa öðrum upp­lýs­ing­um á valda fjöl­miðla og senda frá sér mis­vís­andi yf­ir­lýs­ing­ar. Eina leiðin fyr­ir Play að sýna fram á að þar sé starfs­fólki í flugi boðið upp á mann­sæm­andi laun er að leggja fram und­ir­ritaðan kjara­samn­ing sem gerður er við raun­veru­legt stétt­ar­fé­lag vinn­andi fólks,“ seg­ir meðal ann­ars í yf­ir­lýs­ingu ASÍ.

Drífa Snædal, forseti ASÍ
Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ ASÍ

Drífa seg­ir þá kjör­in í þess­um samn­ingi lægri en geng­ur og ger­ist á ís­lensk­um vinnu­markaði og að deil­urn­ar við Play snú­ist um „grund­vall­ar­atriði á ís­lensk­um vinnu­markaði og ef rangt er á haldið geta af­leiðing­arn­ar orðið af­drifa­rík­ar fyr­ir all­an al­menn­ing.“

Kveðst Drífa þá ekki síður hafa orðið fyr­ir von­brigðum hvað varðar vinnu­brögð Play, kall­ar hún þess­ar aðgerðir niður­brot á skipu­lagðri hreyf­ingu launa­fólks.

„Ef launa­fólk á viðskipti við fyr­ir­tækið og fjár­fest­ar veita því braut­ar­gengi er um leið verið að leggja bless­un sína yfir þessi vinnu­brögð. Þess vegna enduróma ég enn og aft­ur samþykkt miðstjórn­ar ASÍ. Nei við Play!“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK