Um 50 manns að hefja störf hjá Play

Verið er að skipuleggja umfangsmikið námskeið í Reykjavík fyrir starfsmenn …
Verið er að skipuleggja umfangsmikið námskeið í Reykjavík fyrir starfsmenn Play. mbl.is/Hari

Birg­ir Jóns­son, for­stjóri Play air, seg­ir um 50 manns við það að hefja störf hjá flug­fé­lag­inu en sú tala verði kom­in upp í 150 í lok sum­ars. Lang­stærst­ur hluti þeirra starfaði hjá Wow air áður en það fé­lag féll.

Birg­ir seg­ir fé­lagið með um 30 flug­menn nú í þjálf­un í flug­herm­um í London. Þá sé einnig verið að skipu­leggja stórt nám­skeið í Reykja­vík þar sem áhafn­ir flug­vél­anna verði þjálfaðar. Birg­ir seg­ir fé­lagið stefna á að halda það nám­skeið í byrj­un júní.

Mik­il eft­ir­spurn

Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti þeirra starfs­manna sem Play mun ráða starfaði áður hjá Wow air. Ráðning fyrr­um starfs­manna Wow er hag­kvæm­ari fyr­ir fé­lagið. Þeir þarfn­ast minni þjálf­un­ar enda hafa þeir reynslu af Air­bus-vél­um úr starf­inu hjá Wow.

Mik­il spurn var eft­ir störf­um hjá Play en Birg­ir seg­ir fleiri hundruð um­sókn­ir hafa borist í sum stöðugildi. Ráðning­ar­ferlið væri langt á veg komið þótt ekki væri búið að geir­negla starfs­menn í hverja stöðu.

Birg­ir seg­ir Play stefna á að fljúga sex flug­vél­um á næsta ári og að 200 starfs­menn muni starfa hjá fyr­ir­tæk­inu í lok árs. Þeir starfs­menn sem verið er að ráða nú eru sér­hæfðir á sviði Air­bus-véla og því er ekki hlaupið að því fyr­ir þá að færa sig til Icelanda­ir sem flýg­ur Boeing-vél­um.

Mikið hef­ur verið fjallað um kjara­mál starfs­manna Play síðustu daga. ASÍ hef­ur verið fyr­ir­ferðar­mikið í þeirri umræðu en ÍFF, Íslenska flug­stétta­fé­lagið, einnig. Stjórn ÍFF hef­ur verið harðlega gagn­rýnd fyr­ir samn­inga sína og Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, sakaði fé­lagið um að vera „gult stétt­ar­fé­lag“. Birg­ir og stjórn ÍFF hafa neitað því.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK