Spá vaxtahækkun í október

Íslandsbanki spáir því að peningastefnunefnd muni 6. október kynna ákvörðun …
Íslandsbanki spáir því að peningastefnunefnd muni 6. október kynna ákvörðun um vaxtahækkun. mbl.is/Ómar Óskarsson

Grein­ing­ar­deild Íslands­banka spá­ir því að pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans muni í byrj­un októ­ber á fundi sín­um ákveða að hækka stýri­vexti sína um 0,25 pró­sentu­stig. Seg­ir grein­ing­in að þrótt­mik­ill efna­hags­bati og þrálát verðbólga muni lík­lega verða helstu rök fyr­ir vaxta­hækk­un­inni.

Ef af þessu yrði væri það þriðja vaxta­hækk­un­in frá því í maí, en þá hækkaði bank­inn stýri­vexti um 0,25 pró­sentu­stig. Aft­ur hækkaði bank­inn stýri­vext­ina svo í ág­úst, en þá var einnig um sömu breyt­ingu að ræða og í maí, eða um 0,25 pró­sentu­stig.

Stýri­vext­ir eru í dag 1,25%, en ef af spá Íslands­banka yrði færu þeir upp í 1,5%. Þeir fóru lægst niður í 0,75% frá því í nóv­em­ber 2020 til maí 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK