Spá 0,25 prósentustiga hækkun stýrivaxta

Landsbankinn.
Landsbankinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti um 0,25 prósentustig í næstu viku. Þeir fari þar með úr 1,5% upp í 1,75%.

Fram kemur í Hagsjá deildarinnar að vaxtahækkun núna væri eðlilegt framhald af vaxtahækkunarferlinu sem hófst í vor. Þrátt fyrir að deildin telji að 0,25% hækkun verði ofan á núna telur hún einnig vera nokkrar líkur á 0,5 prósentustiga hækkun.

Peningastefnunefndin tilkynnir um stýrivaxtaákvörðun 17. nóvember.

„Við teljum að verðbólga nái hámarki sínu í desember en í nýútkominni spá okkar spáum við því að verðbólga muni þá mælast 5,2%. Litið til þróunar á næsta ári teljum við að verðbólgan muni hjaðna smátt og smátt,” segir einnig í Hagsjánni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK