Ásgeir líkti hækkun launa við öfugmælavísur

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Miðað við stöðu verðbólgu og framtíðar­horf­ur lít­ur út fyr­ir að hag­vaxt­ar­auk­inn sem samið var um í kjara­samn­ing­um árið 2019 verði virkjaður. Slík­ar hækk­an­ir í nú­ver­andi ástand þar sem verðbólga hef­ur auk­ist, til viðbót­ar við kjara­samn­ings­bundn­ar launa­hækk­an­ir um ára­mót gætu kallað hörm­ung­ar yfir þjóðina að mati seðlabanka­stjóra sem jafn­framt líkti mögu­leg­um launa­hækk­un­um við öf­ug­mæla­vís­ur. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi pen­inga­stefnu­nefnd­ar í morg­un, en nefnd­in til­kynnti í dag um 0,5 pró­sentu­stiga hækk­un stýri­vaxta.

Þór­ar­inn G. Pét­urs­son, aðal­hag­fræðing­ur Seðlabank­ans, fór á fund­in­um yfir spá bank­ans og sagði þar meðal ann­ars að allt út­lit væri á að hag­vaxt­ar­auk­inn yrði virkjaður vegna þess hag­vaxt­ar sem hefði verið síðasta ár. Sagði hann að bank­inn gerði nú ráð fyr­ir að laun myndu hækka meira en áður var von á og að verðbólga gæti jafn­framt orðið þrálát­ari. 

Und­ir þessi orð Þór­ar­ins tóku þau Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri og Rann­veig Sig­urðardótt­ir aðstoðarseðlabanka­stjóri sem bæði sátu einnig fund­inn.

Hlut­verk bank­ans að viðhalda kaup­mætti

Ásgeir var á fund­in­um spurður hvort að bank­inn hefði átt sam­tal við verka­lýðshreyf­ing­una í ljósi stöðunn­ar. Sagði Ásgeir að Seðlabank­inn væri sjálf­stæður og gæti ekki farið í slíkt sam­tal. Hlut­verk bank­ans væri að bregðast við rík­is­fjár­mál­um og því sem gerðist á vinnu­markaði með það að leiðarljósi að viðhalda 2,5% verðbólgu og viðhalda kaup­mætti launa í land­inu og þannig passa að laun sem samið væri um „brenni ekki upp.“

Ásgeir sagði að það eina sem hann gæti sagt við aðila vinnu­markaðar­ins væri að bank­inn myndi reyna að tryggja verðgildi þess sem samið væri um, „að svo miklu leyti sem við get­um.“

„Eins og að vatn renni upp í móti“ 

Sagði hann orð verka­lýðsfor­yst­unn­ar um að virkja ætti ákvæði í kjara­samn­ing­um um hag­vaxt­ar­auk­ann vegna mik­ils hag­vaxt­ar, ofan á kjara­samn­ings­bundn­ar launa­hækk­an­ir um ára­mót, vera eins og verstu öf­ug­mæla­vís­ur. „Eins og að vatn renni upp í móti,“ sagði hann og bætti við að hag­vöxt­ur­inn núna væri að koma í kjöl­far mik­ils sam­drátt­ar á síðasta ári vegna far­ald­urs­ins. Benti hann á að þrátt fyr­ir hag­vöxt­inn und­an­farið væri lands­fram­leiðslan enn minni en fyr­ir far­ald­ur. „Hag­kerfið er að fá á sig launa­hækk­an­ir sem ekki eru studd­ar af auk­inni fram­leiðslu,“ sagði Ásgeir á fund­in­um.

Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri.
Rann­veig Sig­urðardótt­ir aðstoðarseðlabanka­stjóri. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Þannig að það er bara verið að kalla hörm­ung­ar yfir þjóðina ef snúa á þessu upp í ein­hverj­ar öf­ug­mæla­vís­ur,“ sagði Ásgeir og vísaði til þess ef fara ætti í mikl­ar launa­hækk­an­ir á sama tíma og verið væri að reyna að bregðast við verðbólg­unni.

Eng­inn gerði ráð fyr­ir hag­vaxt­ar­auka eft­ir 6,5% sam­drátt

Rann­veig tók und­ir þetta og sagði að tækni­lega væri ekk­ert sem kæmi í veg fyr­ir að hag­vaxt­ar­auk­inn kæmi inn. Hins veg­ar þyrfti sam­talið að eiga sér stað á vinnu­markaði um hvort rétt væri að fara þá leið. „Það var eng­inn sem gerði ráð fyr­ir þessu höggi þegar kjara­samn­ing­ar voru gerðir,“ sagði hún og benti á að eng­inn hafi gert ráð fyr­ir að hag­vaxt­ar­auki yrði tek­inn út eft­ir 6,5% sam­drátt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK