Sjónvarpið að deyja út

Samfélagsmiðilinn TikTok er vinsælasta forrit heims samkvæmt skýrslunni.
Samfélagsmiðilinn TikTok er vinsælasta forrit heims samkvæmt skýrslunni. AFP

Fólk eyðir að meðaltali 4,8 klukku­stund­um á dag í farsím­um sín­um en það er 30% aukn­ing frá 2019. Þetta kem­ur fram í skýrslu eft­ir­lits­fyr­ir­tæk­is­ins App Annie.

Skýrsla App Annie gef­ur til kynna að smá­for­rit­um hafi alls verið hlaðið niður 230 millj­örðum sinn­um árið 2021 og var 170 millj­örðum dala varið í kaup á þeim.

For­rit­inu TikT­ok var oft­ast hlaðið niður og vörðu not­end­ur 90% meiri tíma þar sam­an­borið við árið 2020.

„Stóri skjár­inn er hægt og ró­lega að deyja þar sem farsím­inn held­ur áfram að slá met í nán­ast öll­um flokk­um - tíma­eyðslu, niður­hali og tekj­um,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri App Annie í sam­tali við BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK