Húsnæðið hækkar áfram

Eftirspurn eftir húsnæði auk hagstæðra kjara á lánamarkaði hefur sett …
Eftirspurn eftir húsnæði auk hagstæðra kjara á lánamarkaði hefur sett þrýsting á fasteignamarkað þar sem framboð er lítið. mbl.is/Sigurður Bogi

Forsvarsmenn stærstu heildsala landsins eru sammála um að þeir hafi aldrei séð viðlíka hækkanir á verði aðfanga og nú. Af þeim sökum hefur Danól, sem er dótturfyrirtæki Ölgerðarinnar, tilkynnt viðskiptavinum sínum að sykur muni hækka um 12% frá og með næstu mánaðamótum. Jón Mikael Jónasson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að meðalverð Danól á sykri hafi hækkað um 26% frá því í janúar í fyrra. Fyrirtækið leggi þó allt kapp á að stilla hækkunum verðlags í hóf.

Hafa sömu sögu að segja

Sömu sögu segir Lísa Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Nathan & Olsen, en fyrirtækið hefur þurft að velta hækkunum á sykri út í verðlagið hjá sér á síðustu mánuðum. Segir hún að fyrirtækið reyni að hagræða í innkaupum þar sem því verði við komið en að hækkanir séu almennt gríðarlegar og erfitt að bregðast við þeim.

Viðskiptavinir Danól og Nathan & Olsen, sem Morgunblaðið hefur rætt við, bera sig aumlega. Segja hækkanirnar koma mjög illa við rekstur sem oft og tíðum er veikburða eftir þau högg sem kórónuveiran hefur veitt honum. Viðmælandi blaðsins sem ekki vill láta nafns síns getið segir nauðsynlegt að velta þessum hækkunum, auk launahækkana sem reyni mjög á þanþolið, út í vöruverðið en að menn veigri sér við því af hættu við að lenda í kastljósi verkefnisins „Vertu á verði“ sem ASÍ haldi úti. Þar séu fyrirtæki kjöldregin í opinberri umræðu fyrir að hækka verð og enginn skilningur sé sýndur á því að laun og verð á aðföngum hækki nú með fordæmalausum hætti.

Mesta verðbólga í áratug

Greiningardeildir bankanna vanmátu verulega þá verðbólgu sem verið hefur í spilunum nú í janúar. Bæði Íslandsbanki og Landsbankinn gerðu ráð fyrir að vísitala neysluverðs myndi lækka um 0,2% í mánuðinum og að þar með yrði árstaktur verðbólgunnar 5%. Á daginn kemur að vísitalan hækkar um 0,5% frá fyrri mánuði og skýtur það verðbólgunni upp í sitt hæsta gildi frá því í apríl 2012, þegar hún mældist 6,4%. Verðbólguþrýstingur í kerfinu hefur því ekki verið jafn mikill í áratug.

Bendir Landsbankinn í viðbrögðum sínum við mælingu Hagstofunnar á að hún sé sú kraftmesta í þessum mánuði frá árinu 2009 og að ekki hafi mælst hækkun á verðlagi í janúarmánuði síðan 2013.

Reiknuð húsaleiga hafði, eins og verið hefur síðustu misseri, mest áhrif til hækkunar vísitölunnar. Hækkaði hún um 1,5% milli mánaða, sem hafði 0,25% áhrif á vísitöluna. Þá hækkaði matarkarfan um 1,3% sem aftur olli 0,18% hækkun vísitölunnar.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK