Hvers vegna hækkaði fasteignaverð mest á Íslandi?

Vaxtalækkanir keyrðu upp eftirspurn eftir húsnæði, sem síðan skilaði sér …
Vaxtalækkanir keyrðu upp eftirspurn eftir húsnæði, sem síðan skilaði sér í hærra fasteignaverði að sögn Unu. mbl.is/​Hari

Hækkun íbúðaverðs hér á landi má að miklu leyti rekja til vaxtalækkana sem gripið var til í kjölfar faraldursins, að sögn Unu Jónsdóttur, sérfræðings í hagfræðideild Landsbankans.

Önnur skýring á hækkandi fasteignaverði er hækkandi kaupmáttur í kjölfar faraldursins, og það á tímum samkomutakmarkana þegar tækifæri til neyslu voru takmörkuð.

Fasteignaverð hækkaði mest á Íslandi af öllum Norðurlöndunum í faraldrinum, að því er fram kemur í skýrslunni State of the Nordic Region

Mikil eftirspurn eftir húsnæði eftir að vextir lækkuðu

„Við erum ekki að sjá íbúðaverð róast eins og við gerðum ráð fyrir. Það er mikil eftirspurn til staðar og þessa eftirspurn má að miklu leyti rekja til vaxtalækkana. Vextir voru ekki lækkaðir í hinum Norðurlöndunum með sama hætti, þar sem þau höfðu ekki svigrúm til þess,“ segir hún.

Ísland hafi hins vegar haft svigrúm til að lækka vexti þegar faraldurinn skall á, sem hafði þessar afleiðingar. 

„Þá varð ódýrara að fjármagna íbúðakaup og það er það sem hefur verið helsti drifkrafturinn að þessum verðhækkunum hér,“ segir Una.

Hærri kaupmáttur og meira á milli handanna til að fjárfesta

Hver eru áhrif kaupmáttar á fasteignaverðið?

„Kaupmáttur hefur aukist talsvert og það á tímum þar sem samkomutakmarkanir voru í gildi og tækifæri til neyslu takmörkuð, það gerði það að verkum að fólk hafði meira milli handanna til þess að fjárfesta í íbúðarhúsnæði þar sem minna var um ferðalög og annað þess háttar þegar faraldurinn stóð sem hæst.“

Segir Una að kaupmátturinn sgeti þannig einnig skýrt hækkandi fasteignaverð.

Þá kemur einnig fram í samnefndri skýrslu að landsframleiðsla hafi mest dregist saman á Íslandi en ríkissjóður varð af talsverðum tekjum vegna fækkunar ferðamanna meðan faraldurinn stóð sem hæst.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK