Umboðsmaður Alþingis ætlar ekki að skoða bankasölu

mbl.is/Kristinn Magnússon

Umboðsmaður Alþingis ætlar að svo stöddu ekki að skoða sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka þrátt fyrir að honum hafi borist kvartanir um söluna.

Kvartanirnar sem bárust voru þrjár talsins og beindust allar að fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Bankasýslu ríkisins. Umboðsmaður alþingis sá ekki að kvartanirnar vörðuðu beinlínis hagsmuni þeirra sem kvörtuðu eða réttindi umfram aðra „og því ekki forsendur til að taka erindið til nánari athugunar sem kvörtun“.

Umboðsmaðurinn telur ekki skilyrði til að embættið fjalli efnislega um kvartanirnar eða að taka mál sem tengd eru sölunni upp að eigin frumkvæði. 

Helgast sú afstaða meðal annars af því að Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni fjármála- og efnahagsráðherra um að gera úttekt á útboðinu. Þá hefur fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafið rannsókn á tilgreindum þáttum sölunnar. Ennfremur hefur komið fram í fjölmiðlum að Alþingi kunni sjálft að hlutast til um rannsókn málsins með skipun sérstakrar rannsóknarnefndar þegar úttekt Ríkisendurskoðunar liggur fyrir,“ segir á vef umboðsmanns. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK