Áttfalt fleiri farþegar en í fyrra

Farþegum Icelandair fjölgar umtalsvert.
Farþegum Icelandair fjölgar umtalsvert. Sigurður Bogi

Farþegum Icelanda­ir fjölgaði um­tals­vert í maí frá apr­íl­mánuði og voru þeir um átt­falt fleiri en í maí 2021. Heild­ar­fjöldi farþega í maí var um 316.000, sam­an­borið við 40.000 í maí 2021 og 242.000 í apríl 2022, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Töl­urn­ar komu fram í mánaðarleg­um flutn­inga­töl­um fyr­ir maí­mánuð sem birt­ar voru í Kaup­höll í dag.

Farþegar í milli­landa­flugi í maí voru 291.000 en það gera þrett­án­falt fleiri en í maí í fyrra þegar fé­lagið flutti um 22.000 farþega milli landa. Þar af voru farþegar til Íslands um 116.000 og frá Íslandi 51.000. Tengif­arþegar voru um 124.000 eða um 43% milli­landafarþega, sam­an­borið við 8% í maí 2021.

Stund­vísi var 80%

Þá seg­ir í til­kynn­ing­unni að stund­vísi hafi verið 80% sem sé góður ár­ang­ur í ljósi erfiðra aðstæðna á flug­völl­um víða er­lend­is. Sæta­nýt­ing í milli­landa­flugi var 74% sam­an­borið við 35% í maí 2021.

„Fé­lagið bætti átta áfanga­stöðum við leiðakerfið í mánuðinum og jók tíðni til fjölda áfangastaða. Þá hóf fé­lagið einnig flug í svo­kölluðum seinni tengi­banka sem eru flug síðla morg­uns til Evr­ópu og um kvöld til Norður-Am­er­íku,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

„Við erum á fleygi­ferð inn í sum­arið og náðum því ánægju­lega marki að fljúga yfir þúsund ferðir í milli­landa­flug­inu í maí­mánuði. Þá er einnig mjög já­kvætt að sjá hlut­fall tengif­arþega halda áfram að aukast. Bók­un­arstaðan hjá okk­ur er mjög sterk og greini­lega mik­ill ferðavilji til staðar,” er haft eft­ir Boga Nils Boga­syni, for­stjóra Icelanda­ir, í til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK