Heildsölufyrirtækið Lyra skilaði tæpum tveimur milljörðum krónum í rekstrarafgang í fyrra.
Fram kemur í Fréttablaðinu að neyðarástand vegna kórónuveirufaraldursins skýri gríðarlega söluaukningu hjá fyrirtækinu. Það velti 4.250 milljónum króna í fyrra.
Þar segir að feðginin sem eiga fyrirtækið hafi skipt með sér allt að 750 milljónum króna í arðgreiðslu vegna árangursins.
Lyra fæst við sölu á rannsókna- og efnagreiningatækjum, ásamt rekstrarvörum til efnagreininga. Langstærsti viðskiptavinur Lyru er Landspítalinn.