„Skattaumhverfið afar óhagstætt“

Benedigkt Gíslason, bankastjóri Arion.
Benedigkt Gíslason, bankastjóri Arion. mbl.is/Árni Sæberg

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, telur samkeppnistöðu bankans á norðurslóðum vera ágæta en mikilvægt sé að reglur um eiginfjárkröfur banka hérlendis verði rýmkaðar og bankaskatturinn lækkaður eða afnumin til þess efla samkeppnistöðu bankans miðað við Norræna banka.

Þetta kom fram í erindi hans á fundi Viðskiptaráðs í morgun um samkeppnishæfni Íslands.

„Maður vonar annars vegar að þetta lagist og breytist og hins vegar að við náum að taka það mikla forystu á þessu svæði áður en Norðurlöndin fara sýna þessu nokkurn áhuga að við höfum byggt upp það góð viðskipti að það verði erfitt fyrir Norrænu bankanna að keppa,“ sagði Benedikt. 

Fjármálageirinn í kjörstöðu 

Hann bætti því við íslenski fjármálageirinn væri í kjörstöðu að verða fjármálamiðstöð norðurslóða.

„Innlendubankarnir eru að starfa með tvistvar til þrisvar sinnum meiri eiginfjárkröfur heldur en aðrir Norrænir bankar. En það sem er verra er að skattaumhverfið er líka afar óhagstætt.

Þó að það sé búið að lækka bankaskattinn í 0,145% þá er ljóst að þessi skattlagning er umtalsvert meiri en þekkist í okkar nágrannalöndum og hefur auðvitað líka áhrif á samkeppnistöðuna,“ sagði Benedikt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK