Starfsmenn SpaceX, geimrannsóknarfyrirtækis Elon Musks, hafa sent opið bréf til yfirmanna fyrirtækisins þar sem þeir eru beðnir um að hafa hemil á Musk.
Starfsmennirnir segja að Musk hafi niðurlægt þá og fyrirtækið ítrekað með hegðun sinni á samfélagsmiðlum, þá sérstaklega á Twitter, sem auðkýfingurinn er nú að reyna að eignast.
Í bréfinu segir að Musk sé talsmaður fyrirtækisins og í hvert skipti sem hann sendir út yfirlýsingu á Twitter komi það illa út fyrir fyrirtækið og sé ekki til marks um gildi starfsmanna SpaceX.
Talið er að hundruð starfsmanna styðji yfirlýsinguna.
SpaceX employees are circulating an open letter asking management to curtail Elon’s behavior that’s generated hundreds of supportive comments on the company’s Teams chat. @lorengrush with the scoop and full letter: https://t.co/cHMSp77M16 pic.twitter.com/1gzTbIOxNm
— nilay patel (@reckless) June 16, 2022