Spá um hagvöxt vænkast en verðbólguhorfur versna

mbl.is/Ómar

Útlit er fyr­ir 5,1% hag­vöxt í ár og 2,9% á næsta ári. Þetta kem­ur fram í þjóðhags­spá Hag­stofu Íslands. Spá Hag­stof­unn­ar nú um hag­vöxt er já­kvæðari en þegar spá­in var gef­in út í mars­mánuði. Þá spáði stofn­un­in 4,6% hag­vexti í ár og 2,7% á næsta ári.

Aft­ur á móti hafa verðbólgu­horf­ur versnað en gert er ráð fyr­ir að ársmeðaltal vísi­tölu neyslu­verðs hækki um 7,5% í ár og að verðbólga hjaðni hæg­ar en áður var gert ráð fyr­ir.

Kröft­ug inn­lend eft­ir­spurn

Í þjóðhags­spánni, sem gef­in var út í dag, seg­ir að verg lands­fram­leiðsla hafi auk­ist um 8,6% á fyrsta árs­fjórðungi.

„Inn­lend eft­ir­spurn hef­ur reynst kröft­ug það sem af er ári en óvissa um verðbólgu­horf­ur inn­an­lands og er­lend­is hef­ur auk­ist,“ seg­ir í þjóðhags­spánni.

Mik­ill vöxt­ur var í einka­neyslu á fyrsta árs­fjórðungi. Bú­ist er við að einka­neysla vaxi um 4,3% í ár með hækk­andi at­vinnu­stigi en að auk­in verðbólga dragi úr vext­in­um næstu árin og hún vaxi um 2,6% á næsta ári og 2,4% árið 2024. Gert er ráð fyr­ir að sam­neysla vaxi um 1,3% í ár og 1,4% að jafnaði árin 2023 og 2024. Reiknað er með að vöxt­ur fjár­fest­ing­ar verði 4,6% í ár, knú­inn af vexti at­vinnu­vega- og íbúðafjár­fest­ing­ar en að fjár­fest­ing hins op­in­bera drag­ist lít­il­lega sam­an.“

Hæg­ur vöxt­ur fjár­fest­ing­ar

Þá ger­ir Hag­stof­an ráð fyr­ir 0,9% vexti fjár­fest­ing­ar á næsta ári. 

„Hægan vöxt má rekja til sam­drátt­ar í skipa- og flug­véla­fjár­fest­ingu. Útflutn­ings­horf­ur hafa batnað þar sem ferðamönn­um fjölgaði hraðar á á fyrri hluta árs en gert var ráð fyr­ir. Reiknað er með að út­flutn­ing­ur auk­ist um 17,6% í ár og 6,3% á næsta ári. Ferðum Íslend­inga er­lend­is hef­ur fjölgað auk þess sem vöru­inn­flutn­ing­ur hef­ur verið kröft­ug­ur m.a. vegna mik­ils inn­flutn­ings flug­véla. Horf­ur eru á að inn­flutn­ing­ur auk­ist um 14,3% í ár og 4,1% árið 2023,“ seg­ir í þjóðhags­spánni. 

Verðbólgu­horf­ur hafa versnað tölu­vert, meðal ann­ars vegna auk­inn­ar verðbólgu er­lend­is, meiri hækk­ana á hús­næðis­verði og auk­inn­ar spennu í hag­kerf­inu. Gert er ráð fyr­ir að ársmeðaltal vísi­tölu neyslu­verðs hækki um 7,5% í ár og að verðbólga hjaðni hæg­ar en áður var gert ráð fyr­ir á spá­tím­an­um. Reiknað er með að verðbólga verði 4,9% á næsta ári og 3,3% árið 2024. Spenna á vinnu­markaði hef­ur auk­ist með meiri efna­hags­um­svif­um. Eft­ir­spurn eft­ir starfs­fólki er mik­il og hef­ur at­vinnu­laus­um á skrá fækkað frá ára­mót­um. Bú­ist er við að at­vinnu­leysi verði að meðaltali 3,8% í ár, 3,7% á næsta ári og 3,8% árið 2024.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka